laugardagur, október 12, 2013

Blueberry massa gott sushi❤

Það mætti halda að það væru bara góðir staðir hérna í París, við höfum amk verið mega heppin:) við kíkjum oft á lefooding.com síða sem mælir með stöðum eftir hverfum, hefur þó klikkað einstaka sinnum. En ekki i þetta sinn,við Hanna mín fengum reyndar bara borð við barinn þvi við pöntuðum með 1s dags fyrirvara. Gott sushi, fusion style, agætt verð ( 55 eur a mann með nog af mat vinglas og kokkteill) og helv góðir kokkteilar lika. Vert að mæla með:)

Blueberry, 3 Rue Saint-Benoît, Paris

Opið eldhús skemmtilegt að fylgjast með

 

Forréttur


Einhver geðveikur forréttur sem við pöntuðum ei, tempura eitthvað, skildi ekki orð af því sem kokkurinn sagði😳


Við Hanna mjög sàttar, og ég þarf að fá mér hvítan bh greinilega😉



Rúllurnar stórar og góðar okkur nægðu 12 bitar á mann


Kokkteilar

Au revoir Blueberry


Á leiðinni a papajazz gengum við fram hjà fullt af áhugaverðum stöðum aðallega á rue de dragon mest italian style, verður next stop i uppáhalds hverfi minu St Germain❤

Engin ummæli: