fimmtudagur, janúar 30, 2003

jæja, það var til mikils að liggja í sólbaði til að verða brún...BRÚNKAN ER FARIN!!!. Ég kom heim fyrir 5 dögum og er orðin jafn hvít og ég var áður en ég fór út.....hvernig má það vera? Spurning um að fara út í BRÚNKUHALDARABRANSANN...fer kannski út í það með þeirri kunnáttu sem mér mun hlotnast í námi mínu...hvernig líst ykkur á það? EN þá verð ég víst að fresta plönum mínum um að finna VARANLEGT HÁREYÐINGAMEÐAL og TAUGAFRUMMARGFÖLDUN, en ég veit ekki, geri þetta bara allt kannski. Reyndar þarf ég að fara í AFGRÁNUNAR BRANSANN fyrir ungar konur sem hafa fundið grá hár, eins og ég sjálf var að upplifa nýlega.... þvílíkt sjokk, vona að þið hafið ekki lent í því. Hvernig er þetta annars, ætli sálin eldist jafn hratt og líkaminn?? Getur maður verið GRÁHÆRÐUR og ungur í anda....gráhærð GELGJA?? Ef það er hægt, getur maður þá líka verið þvílíkt kellingaleg GELLA?? Nei, það meikar ekki sens...ómægod þetta er BÚIÐ....eins og ég sagði svo óviðeigandi í afmæliskorti til vinkonu minnar um daginn, hún varð 25, þá líður ekki á löngu áður en maður er farinn að kaupa sér DRAPPLITAÐAN RYKFRAKKA og fá sér STUTT FROLLUPERM eins og allar konur virðast gera við ákveðinn aldur.....er kannski bara nóg að fara að drekka GRAND MARNIER og svoleiðis?? Ætla rétt að vona það..

ANNARS ER FRÁ ÞVÍ AÐ SEGJA að ég er að fara til LONDON BABY:) VÚHÚ....Er að fara með mínum heittelskaða og Sigga og Sif á föstudag til mánudags, og hver haldið þið að verði heimsótt þá....já rétt KAREN MILLEN bíður spennt eftir komu minni og gott ef ekki maður kíkir á LIVERPOOL leik strákar...ójebeibí (úr klámmaranum sem er í tv-inu hjá mér núna;) )djöfuls vibbi, bæjó

Engin ummæli: