sunnudagur, janúar 26, 2003
MEÐ DÖNUM Á SPÁNI var svo sem ágæt upplifun, en ég lenti þó í spes aðstæðum. Hulda var að fara að taka þátt í svk.barnaólympíuleikum og áttu öll börnin að teikna sinn þjóðfána til að marsera með inn á leikvanginn. Ég átti að hjálpa henni og fór strax og náði í BLÁAN OG RAUÐAN, en dóttir mín horfði forviða á mig og sagði mér að ÞAÐ ER ENGINN BLÁR Í DANSKA FÁNANUM!!!. Ég var nett sjokkeruð þar sem ég sat með DANSKA FÁNANN í höndunum og nafn dóttur minnar ritað stórum stöfum á hann. Auðvitað skil ég að börnin vilji ekki skera sig úr, það voru jú flest börnin þarna dönsk. En eftirá að hyggja er ég kannski meira hneyksluð á sjálfri mér, hefði ég ekki átt að segja henni að teikna ÍSLENSKA FÁNANN, og gera eins og móðir írsku barnanna sem komu of seint og fengu ekki stöng til að líma sinn fána á, hún sagði þeim að HALDA FÁNANUM HÁTT UPPI SVO ALLIR SÆU AÐ ÞAU VÆRU ÍRAR. Hefði kannski bara átt að teikna íslenska fánann sjálf og marsera með hann inn á völlinn, haldandi honum hæðst af öllum þó ég hefði enga stöng, því þetta voru nú bara börn svo ég var hæst;) Veit, ekki....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli