fimmtudagur, febrúar 06, 2003
MATERIAL GIRL, that's me. Er að eipa á sjálfri mér þar sem ég sit uppi í rúmi og er að reyna að læra en get ekki einbeitt mér því ég er svo upptekin af því að láta hallærislega dani sem ganga framhjá glugganum mínum fara í TAUGARNAR Á MÉR. Hvernig er hægt að láta svona hluti fara svona ROSALEGA í sig....er ennþá verri en ég var eftir London. Vil ekki vita hvernig svipurinn á mér er þegar ósköp venjulegt Danagrey gengur framhjá mér og ég BRENNI FÖTIN hans í huganum, full af hatri og hneykslan á þessu gersamlega smekkleysi og vanvirðingu við allt sem kallast tíska og fallegt þykir. Skil þetta bara ekki....þ.e. 1) skil ekki hvernig er hægt að vera svona ömurlega ómeðvitaður um hvernig maður á að vera og clueless um hvaða hönnuðir eru flottir og vinsælir, hvaða buxnasnið og skóhælar eru í tísku (eða allavega flottir).....ok maður býr í svona tískulausu landi og sér bara glatað fólk í kringum sig, en fjandinn hafi það, þeir selja VOUGE og ELLE hér í Danmörku líka!! Drullist til að kaupa þetta, baunarnir ykkar....ældi næstum því þegar ég sá vinkonu mína, sem er oftast mjög kúl miðað við hinn almenna Dana, í skólanum í gær....hún var í NÝRRI brúnni peysu með einhverju viðbjóðsmynstri og ásaumuðum appelsínugulum blúndum í HANDARKRIKANUM og á síðunnni??? Hvers lags staðsetning er þetta á blúndum?? Fyrir utan það, hvað er málið með APPELSÍNUGULAR BLÚNDUR??! Díses, gæti haldið áfram endalaust...en hitt 2) sem ég skil ekki er AF HVERJU ER ÉG SVONA EFNISHYGGJULEG?? Hef ekki einu sinni efni á því að dissa danina svona því ég er oftast mjög hallærisleg og glötuð sjálf þó ég eigi dýr föt....Og ekki er ég alin upp við mikið snobb og rugl, hitt þó heldur, kennarabarn sem átti föt úr Hagaranum langt fram eftir aldri eins og flestir Íslendingar. Hvað á ég að gera?? Er til lækning? Hef reynt í ár að versla í H&M en GET ÞAÐ BARA EKKI!! Hvað er að mér?? Djöfuls rugl, lækning óskast..................VEIT samt að "Danatískan" eigi alltaf eftir að fara í taugarnar á mér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli