fimmtudagur, mars 20, 2003

AAAARRRRRRGGGGG....sleikjó dauðans! Var búin að ákveða að vera voða góð við mig í dag og keypti mér fallegan rauðan sleikjó, ég bjóst við að gæða mér á þessum líka girnilega jarðarberjasleikjó....en nei hann var ekkert smá súr. Maður myndi ætla að pían henti þá sleikjónum og héldi áfram lífinu....en ég varð að klára hann, píndi mig þvílíkt í a.m.k. klukkutíma og kláraði helvítis sleikjóinn, sem varð bara súrari og súrari.....ógeðslega vondur, ég hélt áfram, tók pásur og allt...þvílík þrjóska, mjög ólíkt mér! Ekki kaupa þér nýjan sleikjó Sveil. Sleikjóinn kláraði ég svo fyrir u.þ.b. 3 klukkutímum og get hvorki tuggið né fundið bragð, þvílíkt sem mér svíður í tunguna....gaman að þessu

Engin ummæli: