laugardagur, mars 22, 2003

Nú er nú gaman að vera læknanemi......fékk í gær að setja upp nál í æð...og við gerðum það flestöll með snilldarbrag....magnað hve langt er hægt að troða plaströri upp æð á manni án þess að maður finni nokkuð til! Svo er ég á skemmtilega áhugaverðu námskeiði....að læra að vera lægsta starfstéttin inni á spítalanum......læknanemi sem starfar sem afleysari fyrir hjúkkur og sjúkraliða....meiriháttar! Hvernig á að skeina, þrífa forhúð, skipta á, velta liðinu, búa um rúmið og þetta helsta. Skil samt ekki fólk sem virkilega menntar sig í 2-3 ár til að gera þetta FOR LIFE!! Gott og vel að maður geri þetta sem stúdent, til að finna fyrir því hvernig er að vera hluti af mismunandi stéttum í heilbrigðisbransanum....en þetta er ekki eitthvað sem ég get hugsað mér að eyða mörgum árum í að læra og gera það sem eftir er........you can call me hrokafulla en ég myndi eyða tímanum í annað nám.....

Engin ummæli: