laugardagur, mars 22, 2003

Danskar konur eru ótrúlegar. Það var ein, nei þær voru víst 2 sem sátu við hliðina á mér á námskeiði í dag, sem stóð NB í 8 klukkutíma......sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að þær keyptu sér saman ópalpakka í byrjun dagsins kl.8! Djöfull langaði mig í en þekkti þær ekki nógu vel til að biðja um ópal....þær nörtuðu annað slagið í þetta en samt tókst þeim ekki að klára helvítis pakkann fyrr en kl4!!!!! Hvernig er það hægt!!! Hann stóð allan tímann opinn fyrir framan þær!! DR.Sveil hefði sko gúffað þessu í sig í einum bita helst, allavega innan 2ja mínútna, eins og líklega flestar íslenskar konur....sé þetta ótrúlega oft hér. Þær eru kannski með turkish pepper brjóstsykurspoka í skólatöskunni sinni og ná sér í EINN OG EINN yfir daginn.......hvað er að? Opinn nammipoki er ákveðið verkefni sem maður þarf að klára....og það sem fyrst! Er samt ekki að segja að íslenskar konur séu gráðugar...bara eðlilegar, sammála girls?;)

Engin ummæli: