þriðjudagur, mars 18, 2003

Ég verð að viðurkenna, ÉG SKIL ÞETTA EKKI MEÐ STRÍÐIÐ sem virðist vera yfirvofandi, hvaða hálfvitar eru þetta sem fylgja erkifávitanum Georgi Bush??...þokkalega búin að missa allt álit á Tony Blair, sem ég hélt að væri minn maður, ef þannig má orða það , og danski fávitinn Fogh Rasmussen er nú annar aulinn, sá fékk einmitt málningarbað í dag, ...þvílík snilld, maðurinn sem framkvæmdi þann gjörning ætti að fá fálkaorðuna að mínu mati. Skil ekki hvað er málið með að eyða öllum þessum pening í þetta, eiga að vera löngur búnir að stúta SADDAM, en í staðinn eru þúsundir manna sendir í stríð og drepa kannski eins af saklausu fólki.....HVER ERU RÖKIN MEÐ!!? OK, ameríkanarnir vilja losna við hryðjuverk, EN eru sjálfir ekki skárri hryðjuverkamenn.....HVAÐ UM ÞAÐ... er með tillögu.....í stað þess að eyða öllum þessum skrilljónum í að þróa gereyðingarvopn og senda fólk í stríð, af hverju ekki að eyða peningum í að hanna eitthvað svakalegt tæki sem er eins konar gervihnöttur sem skynjar DNA....sá ágæti hlutur gæti þá skynjað DNA Saddams og skotið hann ofan úr geiminum!!....gæti tekið OSAMA og fleiri góða í leiðinni...HOW ABOUT THAT!?

Engin ummæli: