Það virðist nú eitthvað einstaklega undarlegt hafa gerst í lífi dóttur minnar þessa helgi sem ég skildi hana eftir hér með föður sínum því nánast það fyrsta sem barnið segir við mig er : " mamma, hvað erum við að gera hérna á jörðinni??? það veit enginn af hverju, við erum bara eitthvað hangandi hérna......ég held að við séum bara í einhverju ævintýri". Ekki vitlaus kenning, vissi ekki alveg hverju ég átti að svara, en why not, þetta líf er nú allt saman eitt ævintýri....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli