djöfull getur fólk verið mikið fífl og fordómafullt! Í dag hitti ég mann á spítalanum, hann kom í svona venjulegt snakk med lægen eins og maður gerir heima hjá heimilislækninum.....allavega, maðurinn er spikfeitur, með áunna sykursýki og bakveikur greyið en í ÞVÍLÍKUM STEMMARA!!
Maðurinn ætlaði aldrei að hætta að tala og hlægja og brosa....sagði þvílíkt skemmtilega frá öllum sínum vandamálum, maður gat ekki annað gert en að heillast með þessarri elsku.....okkar maður var í þvílíku stuði, gaf öllu starfsfólkinu sérbúna sultu sem hann kom með heimanfrá og vakti að vissu leyti lukku....EN, hvað er málið með að þegar fólk hittir svona sjarmerandi einstaklinga með þvílíka útgeislun (og kannski minni feimni en flestir) að það dæmir viðkomandi KLIKKAÐAN!!! Má maður ekki vera í stemmaranum og reyna að gleðja fólk með gleði sinni og humör eins og danirnir segja!!? Skil þetta ekki, hjúkkunum og lækninum fannst hann nú eitthvað skrýtinn og bilaður......WHY?? Flestir mættu taka svona fólk til fyrirmyndar......eins og hann sagði sjálfur...ef ég hefði ekki góða skapið þá væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu lífi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli