laugardagur, júní 14, 2003

Guð minn G hvað við erum búin að fá stórt grill.......það er nánast jafn stórt og eldhúsinnréttingin okkar!!! það er kannski fínt, sæmir svona stórum manni eins og kallinn minn er;)......
já vá, gleymdi að segja ykkur frá sjúklingi dagsins í gær....það var rúmlega fimmtugur fyrrverandi herforingi frá ÍRAK sem flúði hingað til DK vegna þess að SADDAM var að reyna að koma honum fyrir kattarnef....veit ekki af hverju, en Saddam pyntaði víst bróður hans til dauða! Gaman að því.....allavega, þá er gæinn með túlk með sér, og heimsóknin til læknisins tók a.m.k. 3x lengri tíma fyrir vikið....hvað um það, gæinn er með sykursýki 2 og henni fylgja stundum viðbjóðslegir taugaverkir í fótunum og vandræði með að koma stráknum upp! Aumingja gæinn, en það var ekki þetta sem honum þótti verst við sjúkdóminn.....heldur (að sjálfsögðu) það að geta ekki séð fyrir kellingunni (kellingunum.....) já svona er þetta víst hugsað fyrir austan Evrópu...

Engin ummæli: