sunnudagur, júlí 20, 2003

ji! það eru ekki allir jafn heppnir og ég þessa dagana.....varð þess heiðurs aðnjótandi í gær að sitja við hlið einnar helstu tískulöggu landsins og eiga við hann svona líka huggulegt ölvunarspjall. Okkar maður var nú hálf bugaður á þessu öllu saman, greinilega ekki tekið út með sældinni að vera somebody....hann sagðist ekki alveg vera að meika þessa athygli, þannig að hann reyndi að hanga alltaf með öðrum celebs til að fá frið frá lýðnum (tek það fram að maðurinn gat einungis talað við mig því ég bý í útlöndum og kvaðst ekki vita hver hann var....) já það er greinilega mög erfitt að vera svona sérstakur og megum við hin greinilega prísa okkur sæl að vera bara hluti af sauðsvörtum almúganum....

Engin ummæli: