miðvikudagur, júlí 23, 2003

Úff það hlýtur í alvörunni að vera svakalega erfitt að vera STAR! Ekki bara vældi ákveðinn aðili í þotuliðinu í mér síðustu helgi heldur eru alvöru poppstjörnur farnar að syngja um þetta erfiða líf sitt......Craig David vælir um það hvað stjörnudómur fer illa með mann, að loksins þegar manni tekst að verða stjarna breytist maður í einhvern súperficial einstakling sem hefur gleymt öllum lífsins gildum......hræðilegt ekki satt. Og hún Madonna vælir um Hollywood í sínu hörmulega lagi sem á víst að vera DISS á alla sem þrá lífið þar eða eru að fíla það.....Málið er nú bara að ég (og eflaust fleiri) sé svo rosalega í gegnum þetta pakk.......Craig David syngur um þetta tiltekna mál til þess að ná Sting með sér á plötu og nær þar með pottþéttum slagara.....kemur með texta sem er svona aðeins á andlegu nótunum, og Stingurinn heillast með (ekkert diss á sting hér, respect)......Madonnan aftur á móti er greinilega eitthvað bitur út í Hollywood því hún er, ótrúlegt en satt, “ekki lengur ðe hottest þeing” þar í bæ( það er ekki eins og hún hafi sjálf verið svona í 30 ár) hennar tími er kominn.......farðu heim, vertu mom, þetta er búið!

Engin ummæli: