fimmtudagur, október 02, 2003

jæja, nú eru danirnir búnir að lækka verðið á sterku áfengi og já TÓBAKI!! sem þýðir að þeir fara að drekka og reykja meira, byrja yngri....eins og krakkarnir sögðu skv. BT í dag " vei þá getum við drukkið meira!!" En þrátt fyrir þetta eru danirnir dissaðir af Svíunum sem eru vani að leggja leið sína hingað til að kaupa áfengi....svíarnir eru sem sagt farnir að troða sér saman í rútur og keyra í hrönnum niður til Þýskalands þar sem Eipararnir hlæja að Dönunum og selja Svíunum líter af vodka á 300kall!!
En það sem virðist vera mál málanna hér í Dene er hugsanlega yfirvofandi trúlofun Federiks og hinni áströlsku og mjög svo boring Mary....who cares!!?
Þau þarna í höllinni virðast vera á prósentum hjá slúðurblöðunum því á hverjum degi er eitthvað um þau á forsíðum þeirra (NB ég les þessi blöð ekki, forsíðurnar eru settar upp fyrir utan sjoppurnar hér)......þingið tilkynnir eftir nokkra daga að drollan muni tilkynna eftir nokkra daga í viðbót að þingið muni ákveða hvort Frederik megi giftast henni, ef hann ákveður að biðja hennar en hann ætlar að ákveða hvort hann ætlar að gera það fyrir þennan dag og svo tilkynna það annan dag........men for helvede man!! þetta lið er náttúrulega bara upp á punt....what a waste of money

Engin ummæli: