í gær var haldið "speisað" ball á skemmtistað hér í bæ, fyrir læknanema......og eins og danir eru nú spes bjóst maður við því að ALLIR mættu í búningi, þeir eru svo miklir stemningsmenn þessar elskur og maður yrði sá eini og mest glataði ef maður kæmi "venjulegur".....en mér til mikillar undrunar var þetta líkara íslensku grímuballi, þar sem aðeins þeir sem halda ballið voru í búningum.....(ég var samt í smá múnderingu....;) )
annars var ég að hugsa um það um daginn hvað við mættum nú læra margt af dönunum vinum okkar.....t.d. eru þeir með eindæmum kurteisir þessar elskur....var í barnaafmæli á sunnudaginn þar sem nánast allir gestirnir (um 20 fullorðnir + börn) voru íslendingar.....íslendingar sem flestir ekki þekktust en svona vissu að hinir væru til.....nema hvað við sátum þarna og átum þvílíkar kræsingar og þeir sem þekktust töluðu saman og gestgjafarnir spjölluðu við alla til skiptist......svo dáldið seinna mættu 2 (barnlausir of course) danir í afmælið.......gengu inn í stofuna fulla af ókunnugum íslendingum.....fóru hringinn, tóku í höndina á öllum, kynntu sig, sýndu áhuga á því hvað viðkomandi hét(ef hann gubbaði því út úr sér) og reyndu að muna nöfnin!!! Díses hvað mér leið asnalega (og örugglega hinum líka) því þarna höfðum við hin setið í amk 2 tíma án þess að vita nokkurn deili á hinum og svo koma krúttlegu danirnir og gera það sem við hefðum öll átt að vera búin að gera fyrir löngu!.....tad mest pínlega vid tetta allt saman var ad tegar danirnir gengu hringinn var nánast alger tøgn, tví allir vildu jú vita hvad hinir hétu, tó teir hafi ekki drullast til ad spyrja ad tví sjálfir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli