mánudagur, nóvember 24, 2003

þið munið kannski eftir því hér frá fyrri blöggum að ég var að láta hallærislegan klæðaburð dönsku þjóðarinnar fara eitthvað í taugarnar á mér, þykist vera svo agaleg tískulögga alltaf. En nú er sko komið annað hljóð í mína, samt ekki varðandi föt, heldur innbú og hvers kyns muni sem fólk sankar að sér......kem mér bara beint að efninu....Döfull eru ÍSLENDINGAR hallærislegir og smekklausir í þeim efnum !!! kræst....meðan danirnir hafa damaskdúka á borðum og smart hillur á veggjum, bera fram mat í Rosendalh skálum og með Georg Jensen hnífapörum þá erum við íslendingarnir með munstraða dúka á borðum, ljótar myndir eftir íslenska "listamenn" á veggjum (einhverjum datt í hug að allir vildu fá svoleiðis myndir við hvert stórafmæli og í fermingar-, giftingar- og ég veit ekki hvað gjöf....) og étum af borðbúnaði úr Hagaranum.....ef maður er smart þá á maður svona Ritzenhof glös (yes, I was one of those)......arg!!! Og það sem mér finnst hræðilegast af þessu öllu er að ENGINN TEKUR EFTIR ÞESSU!!! ég er rétt að taka eftir þessu núna, búin að vera hér í 2 ár.....hef verið að skoða óvenju margar myndir teknar í hinum ýmsu íslensku íbúðum upp á síðkastið og svo rann þetta smám saman upp fyrir mér.....ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að ég sé eitthvað meiriháttar smart, það er fólkið sem ég heimsæki sem er smart.....
það sem mér þykir einna verst við hina týpísku íslensku íbúð eru ELDHÚSGARDÍNURNAR!!! í alvöru...TIL HVERS!!!! Eina sem þær gera eru að safna í sig fitu úr því sem maður eldar og bögga mann fyrir jólin þegar maður veit að maður þarf að fara að þvo þær.....

Engin ummæli: