jæja,búin að redda þessu. Gleymdi að segja ykkur að ég setti inn fleiri myndir frá Hamborg....aðallega ég og litli bró á dansgólfinu, ef einhver hefur áhuga á því.
vá hvað ég hef ekkert að segja, þokkalega erfitt að drulla sér aftur í skólann og hætta að slóra eftir að hafa verið lasin í síðustu viku, maður verður alveg heiladauður á því að gera ekki neitt. Get ímyndað mér hvernig liðinu gamla sem komið er á eftirlaunaaldurinn líður, vill ekki hætta að vinna en verður.....talandi um eftirlaunaaldurinn, þá sagði Halldór Bjarki (sjá að neðan*)mér að danir hætta að meðaltali 52ja ára að vinna!!! Aular eða?? Hvað hefur maður að gera þegar maður er retired hér í Dene? Ekki fer maður í laugarnar.....get ekki ímyndað mér hvað liðið gerir....jú reytir arfa kannski
*já girls, í morgun hitti ég Halldór Bjarka hér í strætó!!Djöfuls sýra er það? Svo fannst mér ég hafa séð Jón Sigtryggs hér í bænum um daginn.....hvad sker her;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli