þriðjudagur, desember 02, 2003

aðventu bömmer.....já, er að upplifa smá bömmer. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er dáldið gamaldags húsmóðir í mér og hef voða gaman af því að baka, núna smákökur. Maður hefði haldið það að barnið og kallinn kynnu að meta það og hvettu mig áfram í bakstrinum en NEI.....jú reyndar vill Hulda endilega að
ég baki en hún nennir ekki að hjálpa lengur, ég hefði drepið fyrir það að fá að baka með mömmu minni á þessum aldri, en sjónvarpið er greinilega meira spennandi, nenni ekki að svekkja mig mikið á því.
Kallinn heldur að ég sé að gera þetta fyrir krílið, en í rauninni er ég að gera þetta fyrir þau bæði, í dag meira að segjabara fyrir hann (súkkulaðibitakökur) og hann kommentaði eitthvað smá á að þær væru góðar en virtist ekkert vera neitt sérlega ánægður með að ég hafi bakað, ég vil að hann sé það, ég vil að hann fatti hvílíkan kvenkost hann á hér heima......bakaði smákökur bara fyrir hann og var sveitt í eldhúsinu í 3 tíma í stað þess að fara í ræktina......og sjálf borða ég ekki einu sinni smákökur!!!! Er það til of mikils ætlast að vilja að kallinn kunni betur að meta baksturinn??.....eða er ég bara trist?

Engin ummæli: