fimmtudagur, janúar 22, 2004

djöfull og dauði....ég er svo löt að ég á ekki orð....skólinn byrjar 3.feb og ég ætti að sjálfsögðu að vera að læra, undirbúa mig fyrir önn dauðans, en nei.....vaknaði með huldu í skólann kl.8 en fór svo og "lagði mig" til 13!!!!! Er leti ekki ein af dauðasyndunum...? Ef ekki þá ætti hún að vera það, og mér refsað harkalega.....ég er samt búin að skrá á mig vaktir, en get bara tekið hér í Aarhus, og bara dagvaktir v.þ.a. ég er grasekkja, svo það eru kannski ekki miklar líkur á því að ég fái vagt.

svo startar EM í dag, og danirnir ætla ekki að sýna opnunarleikinn Slóvanía - Ísland...fávitar. Annars get ég sagt ykkur hvernig þetta fer, við töpum tæpt, með einu eða svo.....og varðandi kallilnn minn þá fær hann að spila í sókn í fyrri hálfleik, verður góður þar, ekkert spes í seinni og endar með því að togna á putta og verða að hvíla sig í amk. 3 daga......þetta dreymdi mig, vonum að það verði ekkert úr þessu

Engin ummæli: