komin "heim" til dene, það er svo sem fínt, þetta var orðið ágætt þarna á Ísalandinu mínu, svo fer ég hvort eð er aftur þangað eftir 2 mánuði í fermingu litlu systur. Magga Rúna frænka mín er að flytja hingað svo við erum bara í stússinu, ikea og bransi. Fór að hugsa til baka, hvernig þetta var þegar ég flutti hingað ein og þurfti að ganga í gegnum svipaðan bransa og ég er að hjálpa frænku minni með núna og ég skil eiginlega ekki hvernig mér tókst það, án þess að gefast upp og flytja heim....nógur þykir mér bransinn núna, og við erum á bíl!!! Það er ekkert smá erfitt að flytja milli landa......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli