jæja, nú tók ég mig loksins til....nenni ekki lengur að vera hluti af fólki sem ég þoli ekki....fólk sem talar um að gera hitt og þetta en gerir aldrei neitt....eftir að hafa setið á Bent J (djassbar) sl. föstudag, sá ég að þetta gekk ekki lengur með mig....ég var orðin fólkið sem ég þoli ekki.....en svo skemmtilega vildi til að á barnum lá bæklingur með námskeiðum í Århus Rythmiske aftenskole, m.a. söngnámskeiðum svo ég ákvað að láta loksins verða af því, og byrjaði sem sagt í kvöld, snilld, kann ekkert að syngja en ætla að reyna að læra.....;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli