Hulda mín átti góðan punkt um daginn þar sem við Sigrún vinkona mín sátum ásamt henni við kassann að horfa á Danmörk - Króatía (heldég)....allavega Hulda er þarna með einhvern bangsa og skyndilega byrjar bangsinn að kyrja "áfam Svíþjóð, áfram Svíþjóð!"...... við Sigrún litum á snúlluna og sögðum " en þetta er Danska landsliðið"....ég veit sagði sú stutta.....og horfði á okkur eins og við værum eitthvað vitlausar.....Það tók okkur smá tíma, en við náðum þessu á endanum....bangsinn var nefnilega hinn SÆNSKI api herra Níels......hehe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli