þriðjudagur, janúar 27, 2004

var að lesa grein í ELLE um daginn um duglegu nútímakonuna og varð þá hugsað til mömmu, sem talaði oft um súperkonu níunda áratugarins, en hún var/átti að vera útivinnandi fullkomin móðir sem sá um heimilið líka.....en þetta er nú ekkert miðað við hvað kona nýrrar aldar þarf að gera/geta......kröfurnar eru, fyrir utan þessar áðurnefndu

1. góður kokkur, alltaf að prófa eitthvað nýtt og heilsusamlegt er ekki verra
2. fit og gorgeous, alltaf í ræktinni
3. góð í rúminu, og helst mjög hrifin af brown lovin'
4. ógeðslega klár, amk. með eina háskólagráðu....með sterkar skoðanir á öllum heimsmálunum
5. alltaf aktív í öllum félagsmálum barnanna, að auki vinsæl og vinmörg
6. farandi á námskeið í hinu og þessu, frönsku, matargerðarlist og ég veit ekki hvað
7. í andlegu jafnvægi, og dugleg að eyða quality tíma með sjálfri sér
.......and more
what the fuck!!!!!!.......
þetta er ekki hægt, allavega ekki á meðan það eru 24 klst í sólarhringnum......(spurning um að fara að breyta því;) )
tek það fram að þetta eru kröfur sem ég sjálf upplifi frá þjóðfélaginu og ég verð að viðurkenna að ég sé karlmenn í kringum mig flesta með nokkrar ef ekki allar þessar kröfur á listanum hjá sér......ætli þeir viti af því og af hverju þeir hafa þessar kröfur? ekki viss, maður er ekki alveg að fatta hvaða áhrif umhverfið og þá þjóðfélagið hefur á sig og sínar kröfur.....

Engin ummæli: