laugardagur, júní 10, 2006

átti meiriháttar óvænta og skemmtilega upplifun í gær....fór med daddy, inda, litla bró og grétari á Zappa plays Zappa....get ekki sagt að ég hafi hlustað mikið á kallinn í gegnum tíðina, bara heyrt nokkur lög, annað slagið, en alltaf haft gaman af textunum....anyways....í gær, fórum við sem sagt á þessa tónleika og ég á bara ekki orð! þvílík upplifun!! hljómsveitin var sú þéttasta sem ég hef heyrt í á ævinni...og þrátt fyrir að þekkja ekkert af lögunum, gat maður bara setið þarna og virkilega notið þess að hlusta á tónlistina, flutta af eðal hlóðfæraleikurum í öllum stöðum....og ekki skemmdu gítarsóló Steve Vai, sem gáfu mér þá lengst varandi gæsahúð sem ég man eftir...sweet lord...og ekki er ég sérstaklega hrifin af svona sólóum...anyways, frábærir tónleikar með frábæru fólki...gerist ekki betra")

Engin ummæli: