laugardagur, júlí 15, 2006

það er ýmislegt sem pirrar sveilina þessa dagana hér á landi íss og eldda.....nenni ekki að fara út í það hvað veðrið fer í taugarnar á mér, sérstaklega þar sem heima hjá mér í köln er um 30 stiga hiti og sól.....þó mér sé nánast sama um það, þar sem ég lægi nú bara sem hvalur í garðinum og hefði það sikkert ikke saa godt....allavega, sem útlendingur á íslandi verð ég að segja að ég var búin að gleyma því hve miklir hálfvitar íslendingar eru í umferðinni!!! sweet lord hvað það er pirrandi....gilda kannski aðrar reglur hér en annars staðar í evrópu?eftirfarandi dæmi geta valdið því að ég missi legvatnið:

gangandi vegfarendur æða bara eins og þeim sýnist út á göturnar...og við hin sem erum á bíl þurfum að redda okkur einhvern veginn svo við keyrum ekki á viðkomandi (það var svona slys síðast í gær, þar sem 2 bílar lentu í klessu vegna vegfaranda sem gekk út á reykjanesbrautina)....

fólk kann ekki reglur í hringtorgum!!! við róbert vorum næstum því dauð um daginn þar sem kona sem var í innri hring ætlaði út í fyrstu frárein í hringtorginu, inn i okkur sem vorum í ytri...við rétt náðum að gefa í og forðast árekstur en hún stoppaði alla umferð, sat eftir og horfði hneyksluð á okkur keyra burt!!! djöfull vona ég að hún hafi sagt einhverjum vini sínum söguna og að hann hafi sagt henni hve mikill hálfviti hún er að reyna að fara út í fyrsta úr innri í hringtorgi....

nenni ekki að tala meira um umferð...en það sem pirrar mig einna mest þessa dagana, af því það kom einhvern veginn reglulega upp meðan á HM stóð, er að íslendingar sem vita ekki hvað greitt í píku er!!!! 99% íslensku þjóðarinnar, undir 35 ára aldri amk, heldur að greitt í píku sé = skipt í miðju!!! eruð þið hálfvitar!!! djöfull fer það í taugarnar á mér....greitt í píku er sko ekki hálft líkt skipt í miðju...þetta er svona greiðsla eins og gömlu góðu leikararnir voru með, eins og james dean, þar sem hárið er greitt svona aftur og safnst saman aftan í hnakkanum á skemmtilegan hátt...= greitt í píku hálfvitarnir ykkar...!!

....splash!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar þessi kjelling segir söguna tekur hún ekki fram að hún hafi verið að fara út á fyrstu frárein, því miður. Aldrei hefur mér dottið í hug að greiða píku, prufa það kannski næst.

hs sagði...

jáh . sveilin er bara hress á klakanum sé ég !!! jisús farðu að forða þér úr landi áður en þetta endar með ósköpum.

kveðja frá dk . sól og hiti

hs

Kári sagði...

Sumir sem ég þekki halda að það sé ekkert bannað að fara út í fyrsta úr innri á hringtorgi. Segja að það sé bara sjaldan gert og illa séð. Neita að trúa mér þegar ég reyni að leiðrétta.