miðvikudagur, ágúst 16, 2006

ég skil ekki af hverju það eru ekki fleiri sem taka þátt í mótmælum vegna álvers á reyðarfirði!!! er fólki virkilega ALVEG sama!!! það er viðbjóður að hafa þetta þarna, og ég segi þetta þó ég hafi aldrei komið þarna persónulega....fyrir utan það hvað við seljum okkur billigt.....væri ekki nær að kenna þessum helvítis ameríkönum að endurvinna dósir sínar og annað!!! það nægði örugglega í þvílíka álframleiðslu fyrir þessa fucking þjóð sem enginn þolir....verð brjáluð að lesa þessar fréttir....og að helmingurinn af mótmælendum skuli vera útlendingar er náttúrulega skandall fyrir okkur sem þjóð!!! djöfull verður maður pirraður.....maður trúir ekki að þetta sé virkilega að gerast...og hvað voru það,7 fossar sem munu hverfa vegna kárahnjúkavirkjunar...eruð þið að fokking djóka í mér....mann langar að grenja.....hvernig haldið þið að þetta verði þarna fyrir austan þar sem töluvert meira logn þekkist en t.d. hjá okkur úti á nesi...þetta verður viðbjóður, ógeðsleg ský munu hanga þarna yfir ykkur austfirðingar, og börnum ykkar og barnabörnum.....meiriháttar góð rök að velja að þetta sé nú í lagi, viðhalda landsbyggðinni og atvinnu þar....væri ekki nær að halda í ímyndina "hreint og ómengað land" og rækta lúpínu og aðrar jurtir og fara út í náttúrulyfja og heilsufæðis bransann sem ég lofa ykkur að verður HUGE....og þá getum við selt ameríkönunum heilsuvörur okkar á verði sem er uppsprengt til helvítis, eiginlega betra að hafa það svo dýrt að þeir hafi ekki efni á því hálfvitarnir...og drepist öll úr kransæðastíflu í boði McDonalds....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætla nú ekkert að vera að kommenta á þessa umhverfisræðu ... gæti ekki verið meira sammála.

Vildi bara kasta inn kveðju. Vorum að koma aftur til Árósa og alveg hrikalega asnalegt að hafa ykkur ekki í næsta húsi.

Til hamingju með nýja húsið, yndislega duglega dóttur og ROSA flotta kúlu. Það verður sko plönuð stelpuferð til Þýskó í vetur.
Kossar og saknaðarknús frá Árósum

Nafnlaus sagði...

takk beib...sjáumst líka í vor")

sveil

Nafnlaus sagði...

Ekki fara eins og köttur í kringum heitan graut, segðu bara það sem þér finnst.