maður er nú ekki eðlilegur svona óléttur.....var að fylgja huldu minni í skólann, fyrsti skóladagurinn í þýskalandi....gat ekki keyrt heim strax vegna þess að ég grenjaði svo mikið!!! vorkenni barninu mínu svo mikið, man sjálf hvernig það var að koma ný í 10 ára bekk, fannst það ekkert meiriháttar, og hún greyið þarf að gera það á þýsku! ekki það að hún hafi látið mikla vanlíðan í ljós þessi elska, fór bara inn í stofuna og settist, ég á svo að sækja hana núna kl 11.30, sit heima og væli þangað til"(
annars er þetta barn alger snillingur, við eigum heima við hliðina á stelpu sem líka er 9 ára, og þær hafa aðeins verið að leika saman hér sl. viku....mín manneskja kemur reglulega inn til að kíkja í orðabók, eða biðja mig að fletta upp einhverju orði sem hún vill nota....þvílíkt krútt...ég sit hérna klökk inni og horfi á hana hoppa á trampolíninu sem robbi keypti fyrir hana (stærsta trampolín í heimi! btw) og hún reynir virkilega að tala þýsku, ótrúlega dugleg þessi elska....á örugglega eftir að pluma sig vel...er samt voða meir yfir þessu enn, finnst dáldið mikið lagt á litla sál...
5 ummæli:
Hulda über alles
Bakaðu bara handa krílinu og gefðu því nóg af sætindum og segðu því að það sé duglegasta kríli í heimi að læra svona mikla þýsku og væla ekkert yfir vistaskiptunum.
Æi guð, maður tárast bara við að lesa þetta. Hún er náttúrulega alger snillingur hún Hulda, alger draumadís. Hafið það gott elskurnar. Knús frá Köben.
jáh sko mína manneskju alveg með þetta eins og alltaf.
vona að þið hafið það gott í þýskalandinu.
kossar og knús
hs
Hulda er náttúrulega bara snilli, hún á eftir að rúlla upp þýskunni og vera komin með tonn af vinkonum á no time!
Margrét Lára
Skrifa ummæli