laugardagur, júlí 19, 2008
íslendingar kunna ekki að keyra!!! djöfull pirrar þetta mig...þeir keyra eins og þeir séu einir á götunum...negla niður og hægja á sér til þess að skoða hús....vippa sér yfir á vinstri akrein þegar strætó stoppar fyrir framan þá, án þess að tékka hvort einhver sé fyrir aftan þá eða á vinstri...hálfvitar...þeir eru líka svona gangandi...við vorum 5 í hrúgu á eftir einum gæja að reyna að komast í gegnum þröngar dyr rúmfatalagersins, að drífa okkur út, meðan hann labbaði í hægðum sínum talandi í símann...totally í eigin heimi, ekkert sans fyrir umhverfi sínu...jamm það er málið...okkur vantar sans fyrir umhverfi okkar...kannski vþa við höfum svo marga ferkílómetra per person hér á klakanum...
3 ummæli:
vá hvað ég er sammála !!! við vorum að keyra niðri í bæ í gær og þar var maður á miðri götu að rölta með barnavagn... löturhægt. það myndaðist bílaröð f aftan hann en enginn kunni við að flauta því hann var augljóslega með sofandi barn í vagninum.
mig dauðlangaði samt....
hs
Dísuss ekki vera svona pirruð!
Lífið er of stutt til að ergja sig yfir smámunum.
úff ég er búin að vera með road rage núna frá því ég kom.....allir halda að vinstri akreinin hafi sérstaklega verið gerð fyrir þá eina...og stefnuljós eru eitthvað spari....
Langar að koma og kíkja á ykkur....verð í bandi við þig sæta.
knus
Sigrún Dögg
Skrifa ummæli