laugardagur, október 25, 2008

panikaði aðeins í vikunni, vegna þekktrar frjósemi minnar, og fór út í apótek með Gunnann minn að kaupa þungunarpróf...ekkert mál svo sem...en hvað er málið með starfsfólk apóteka? halda að þau hafi einhvern einkarétt á því að tjá sig um það sem þú kaupir...horfa á mann með viðbjóðsaugum þegar maður kaupir lúsasjampó eða acyclovir...banna manni að taka meira en 3 á dag þegar maður kaupir parkodin forte osfrv...kellingin í þessu apóteki horfði á mig, og svo á Gunna, og SAGÐI SVO...."finnst þér ekki fullsnemmt að eignast annað barn!?hann er svo lítill"
what's it to ya!!
hvað hefði hún sagt ef ég hefði haft Birtuna mína með líka....óþolandi pakk

annars er það af mér að frétta að ég er að verða einhver leiðinda tuðkelling...svona úti í bæ...í búðum og á restauröntum. var áður þannig að ég þagði meira að segja þó ég fyndi hár í matnum mínum...en NEI í dag ríf ég kjaft og æsi mig út af öllu sem mér finnst flokkast undir lélega þjónustu...sagði t.d. í gær við afgreiðslustúlku í Benetton..."entschuldigung" 3x og hún heyrði ekki í mér...þegar hún heyrði í mér í fjórða skiptið, hreytti ég í hana..."þú heyrir greinilega ekki mjög vel"..djóka með að nenna þessu, hefði gamla svala hugsað...hvað er að gerast með mig...um daginn var ég í hollandi og varð ÝKT pirruð út í þjónustustúlkuna af því hún drullaðist ekki til mín með menuinn (beið reyndar slatta) en ég gat ekki stillt mig um að vera ógsl dónó við hana restina af okkar samskiptum...spes, ég fæ eitthvað út úr þessu eða eitthvað...nenni ekki að vera svona, þó maður eigi reyndar að sjálfsögðu að kvarta undan hári í mat...en það má eitthvað milli vera")

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En þegar kellan í apótekinu sagði þetta við þig, sagðirðu þá ekkert við hana?? siríuslí, hefði hrækt á hana. djös afskiptasemi er þetta í fólki.
kv Guðrún

Nafnlaus sagði...

gott hjá þér, maður á ekki að láta bjóða sér hvað sem er!!!!
hs

Nafnlaus sagði...

Eruði eins og kanínur þarna í Köln? ;)

Missti af þér í Árósum. Varstu ekki bara einhverja tvo daga í bænum?

Við flytjum heim í jan. þannig að kannski hittumst við bara næst á crapkleik?

Erl.

Svala sagði...

hamm,2 daga..allt of stutt"/

Nafnlaus sagði...

heyrðu systir... lenti í þessu NÁKVÆMLEGA SAMA í apóteki í magdeburg :/ Fór með HS nýfædda, titrandi úr frjósemisstressi í vagninum og bað um þungunarpróf. Þá var bara skellt framanímig... "... dass wird ja schwer..." Ég móðgaðist ýkt en sjúkkit að ég var ekki pregg...
knús frá CiudadReal

Nafnlaus sagði...

heyrðu systir... lenti í þessu NÁKVÆMLEGA SAMA í apóteki í magdeburg :/ Fór með HS nýfædda, titrandi úr frjósemisstressi í vagninum og bað um þungunarpróf. Þá var bara skellt framanímig... "... dass wird ja schwer..." Ég móðgaðist ýkt en sjúkkit að ég var ekki pregg...
knús frá CiudadReal