þriðjudagur, október 04, 2011

JÆJA, vaggan totally ready núna, búið að sauma inn í hana og allt, voða fín. Sést ekki alveg á þessarri mynd en að ofan eru appelsínugulir og bleikir englar og inní appelsínugular doppur. Svo tek ég nú bráðum myndir af íbúðinni sem er ÆÐI!!! bý hérna í húsi frá aldamótunum 18-1900, mega hátt til lofts og lekkert, er bara enn að bíða eftir húsgögnum svo ekki er allt reddý enn, hendi inn myndum þá. Svo flott er þessi íbúð að ég væri til í að taka hana með mér þegar ég flyt næst") Svo eru 100 m í Al Natura sem selur eingöngu lífrænan mat, og líka í svona ódýran súpermarkað, maður labbar down town á 10 mín, kids geta það léttilega,leikskólinn hinum megin við götuna og rólóar í kring og unaðurinn eini bara! Er annars bara að njóta þess að vera í boblunni með princess, hvað maður er alltaf ástfanginn af þessum litlu dýrum sínum, ekkert betra en að vera heima með þau svona lítil að dúlla sér bara, ætla að njóta þess í botn")

3 ummæli:

hs sagði...

Takk fyrir bloggið Svalan mín, sakna þín en er rosa ánægð hvað þú ert að njóta þín. Ást og kossar, hs.

Nafnlaus sagði...

Gott að þér líður vel á nýja staðnum Svala mín, vaggan er æði og hlakka til að sjá myndir af íbúðinni. Knús yfir hafið á alla fjölskyldumeðlimi.
Margrét Lára

Hanna Borg sagði...

Vá, vaggan er æði. Hlakka svo til að sjá íbúðina ykkar þegar þar að kemur. Og já, nafnið á nýja gullinu er yndislegt :)