þriðjudagur, október 04, 2011
það sem það er ekki búið að vera dilemma hér á bæ hvaða mublur við eigum að kaupa. Vantar slatta því við deildum búslóðinni og skildum fullt eftir á Íslandi. Kellan er svo helvíti snobbuð að þetta hafa verið erfiðar samningaviðræður, EN mín skoðun er eiginlega sú að maður eigi að kaupa sér quality eða gera sjálfur, svo þurfum við t.d. að taka tillit til þess að við eigum líklega eftir að flytja töluvert meira en eðlilegt þykir svo maður verður að passa líka upp á það að þetta sé ekki að skemmast. Ég vil t.d. meget gerne fá mér svona óreglulegar Montana hillur eða Muuto, EN, held þær fari illa í flutningunum.
Stólar eru svo mikið hugðarefni hjá okkur sem bæði tæp í baki. EAMES eru þeir bestu sem við höfum átt og vorum að spá að halda okkur þar, keypti 2 þannig stóla en svo langaði mig alltaf í þennan danska, NAP, nýlegan verðlaunastól frá DK
Verð samt að segja að Eamsarinn vinnur þægileikakeppnina...
Hér er draumahillan mín frá Muuto, svoooo fögur.....
Keyptum líka einn svona hér að neðan, en hann er ekki kominn, líklega ekki mjög þægilegur, en fagur er hann

Engin ummæli:
Skrifa ummæli