Ja fór í þetta hverfi stuttlega i fyrsta skiptið i dag, og verð að kikja betur á það leist svo helvíti vel á. Vorum sem sagt a Rue Oberkampf sem iðaði af lífi og ég get ímyndað mér að göturnar i kring séu svipaðar, skelli mér pottó aftur þegar fer að vora. Sáum "girnilegan" hársnyrtistað sem kallinn hafði þvi miður ekki tíma til að heimsækja í þetta skiptið:)
Þegar við erum á nýjum slóðum og vantar meðmæli með kíkjum við oftast á lefooding.com og förum eftir þeirra meðmælum, hafa sjaldan klikkað. I dag prófuðum við stað á Rue Oberkampf nr55, sem er í eigu verðlauna kokks, Pierre Sang... In Oberkampf. Maður gat valið 2ja, 3ja eða 4ra plus rétta máltíð sem kokkurinn valei, á 25,30 og 35 eur, og vorum við nokkuð sátt. Fengum fisk i forrétt, gæs í aðal og bræddan ost og sukkulaðiköku i eftirrétt:) Meira að segja unglingurinn, mjög sátt við gæsina sem hún fékk.





Engin ummæli:
Skrifa ummæli