í Marais, er unaður að labba. Við systur fundum þar skemmtilega búð um daginn á götu sem heitir Rue du Roi d Sicile í 4.hverfi, buðin skemmtilega heitir MIIMO og selur stelpuskottið þar rosa flottar flíkur í ekki of miklu upplagi á mjög góðu verði. Í sömu götu er girnileg búð, Miss Cupcake, sem selur (controversially)bollakökur og smoothies!! Við prófuðum ekki í þetta skiptið en kíktum aðeins inn um gluggann og þar við hliðina á kaffihú/kökusali sem heitir "Comme a Lisbonne" og selur þar einhverja að okkur sýndist, eina týpu af kökum, því miður ekki með nafnið á þeim, en ég sem ekki mikil kökumanneskja (þó ég elski að baka) verð bara að segja að þetta smakkaðist ansi vel, dáldið líkt og gula dótið í íslenska vínarbrauðinu:)





Engin ummæli:
Skrifa ummæli