mánudagur, mars 11, 2013

shopping in St Germain

ohh hvað það er nú gaman að versla, líka að horfa á aðra versla, þó maður kaupi sér ekki hálfa flík sjálfur, ætti kannski að fara í personal shopper bransann...anyways, því maður er svo fljótur að gleyma þá vildi ég minna hér á rosa fínan shopping rúnt í St. Germain. Maður tekur metro 10 á Mabillon og strax þegar maður kemur þar út fer maður til vinstri og er þá á Rue du Four, á þeirri götu eru skemmtilegar búðir ss Eleven Paris(mjög flott allt, love the Tshirts), Les Petites (æðislegir silkikjólar, flottar kápur og allt!!),Sinéquanone (dáldið kelló en flott inn á milli) æðisleg (og dýr) barna skóbúð Pom d'Api og fleiri góðar. Upp til hægri frá Sinéquanone er gata sem heitir Rue des Ciseaux og fórum við hjónin þar á voða fínan Restaurant Coréen,WABOSSO, fínn matur fínn prís.Rue du Four gengur maður svo áfram endar á Rue de Rennes en þangað var förinni einmitt heitið um daginn í þá unaðsbúð Brandy et Melville, það sem maður getur keypt þar, unaðsmjúk bómull, one size föt, ógeð flott og góður prís!Fundum rosa flottan local hönnuð þarna líka á þessarri götu, Emøøna, flott hjá henni margt og fínt verð.Svo er maður nú orðinn dáldið hungraður á þessu, þá getur maður annað hvort farið beint áfram upp frá Mabillon, þeas fyrir shopping, og labbað yfir Bd St Germain og inn Rue de l'echaude þá er þar æðislegi grænmetisstaðurin Guen Mai og þar í næstu götu/sömu götu æðislegt parfumerie, Le Labo, nammm hvað þeir eiga góð ilmkerti og ilmvötn!En við löbbuðum reyndar áfram Rue de Rennes og alveg að Rue Notre-Dame des Champs, þar sem einn æðislegasti beyglustaður borgarinnar er Bagles and Brownies (metro saint Placide)...mjökuðum okkur svo inn að Lúxemburgargarðinum og ég veit ekki hvað, góður rúntur amk vert að muna.ps, já þarna rétt hjá Rue de l'echaude er líka góði staðurinn sem ég fór á um daginn á Rue de Seine, og heitir Semilla, nammmmm og líka Prescription kokkteilbarinn....maður getur verið þarna í kringum Mabillon sem sagt í mega fíling og náð öllu frá healthy snacks til deadly kokkteila!





Engin ummæli: