þriðjudagur, maí 07, 2013

Gott kaffi með kallinum í 7. Hverfi og svo rosa næs göngutúr hjà okkur mæðgunum

Fórum í 7. hverfið í dag sem er rétt hjá okkur,ca 12 mín í metro. Ásgeir var búinn að benda okkur á Coutume kaffihús á (Rue de Babylone) sem Robbinn var búinn að prófa og mælti með,rosa gott kaffi þar. Svo löbbuðum við yfir í 6. Sàum nokkra góða og girnilega veitingastaði á rue de bellechasse, Robbinn var búinn að prófa annan þeirra, Laiterie Sainte Clothilde,sem er rosa góður og lefooding.com( sem við förum mikið eftir hjónin) mælir með, hinn (Graff) prófum við seinna. Við voru þvi miður ekki orðin nogu svöng þarna og gengum áfram og fengum okkur að eta a hörmungar stað á Rue Jacob,le petit jacob, bio staður stóð í glugganum, en kræst upphitaður matur, heyrðum alveg í örbylgjuofninum, ding!! Svo Don't GO there?

Við mæðgur löbbuðum svo norður Rue de Seine og yfir Signu og í gegnum Jardin des Tuiliers,æðislegur garður,nóg fyrir kids þar:) Svo i lokin kiktum við í nýju búðina &other stories,mjög flott búð og flott verð❤



































Engin ummæli: