mánudagur, febrúar 24, 2014

Chez Marcel paris 14.

Já þar sem maður er bara atvinnulaus læknir í frönskunámi nær maður að njóta Parísar í botn. Rétt hjá Sorbonne fann ég (via lefooding.com )þennan krúttlega franska veitingastað Chez Marcel. Skellti mér inn eitt hádegið og var líklega heppin að fá borð því hann fylltist stuttu eftir að ég kom þarna um 12.30. Borða nú vanalega ekki svín en það var svo helvíti girnilegum menuinu á 19 eur, kartöfluklattar í forrétt og svína filet aðalrétt, rosa gott. Fékk með þessu einhverja Lyoniska pylsu og undarlegt mauk sem ég kann ekki frekari deili á. Þvílíkt kosi stemning þarna mikið af frönskum fastakúnnum og góð þjónusta. Ætla aftur í hádegismat þarna og prófa fiskinn næst :) ( segi þetta alltaf)









17 rue Stanislas
Paris 14.
Metro 4 Vavin


Engin ummæli: