laugardagur, febrúar 15, 2014

Vínbúð í St Germain

Það sem ég elska þetta hverfi, trúi ekki að ég hafi ekki verið búin að henda inn myndum af þessarri eðal vínbúð LMDW, sem selur eðal vín og spiritus. Paradis fyrir okkur Gin hjónin, eru meira að segja með Monkey 47 gin nammmmm og já eðal tónik líka ekki schwepps viðbjóðinn. 

3 af mínum fav Ginum, Gin Mare, Jupiero og Monkey 47...elska reyndar lika græna G vine❤️


Á laugardögum má maður droppa við a efri hæðinni og smakka eitthvað nýtt, sjá plan fyrir hverja helgi á heimasíðunni.


Kjallarinn fullur af eðal sterkum vínum,meira að segja íslensk breska Martin Miller's ginið er þarna😊


Ég við barinn/afgreiðsluborðið



Metro 10 eða 4 odeon 
Adressa 6 Carrefour de l'odeon 
www.finespirits.fr

Engin ummæli: