þriðjudagur, mars 04, 2003

Djöfull er ömurlegt að vera lasinn.....get varla kallað mig lasna samt finnst mér því ég er ekki með hita....hundleiðinlegt. Verð að fara að jafna mig.....AFMÆLISPARTÝ um helgina, verð komin í rífandi þá:) Er farin að hlakka ekkert smá til að fara HEIM TIL ÍSLANDS, á fimmtudaginn í næstu viku. Dáldið skondið þegar maður býr í útlöndum...þegar maður hugsar heim fer hugurinn með mann á einhvern sérstakan stað...eins og til dæmis heim í stofuna til mömmu, eldhúsið hjá ömmu,bílastæðið hjá pabba(don't ask) og svona klassíska staði. EN oftast þegar ég hugsa með söknuðu heim er ég stödd á RAUÐARÁRSTÍG fyrir utan svarta svaninn eða hvað sjoppan nú heitir!!! Afar skrýtið, hef engin tengsl við þennan stað og finnst hann vera skuggalega nálægt HLEMMI.....og það sem verra er að í fleira en eitt skipti er ég hugsaði heim fór hugurinn á RAUÐA LJÓNIÐ!!! Hvað er í gangi hjá mér?? Hlemmur og the local pub.....þetta er kannski hámark heimþrárinnar?? (þránnar??)(þrárinnar??) ómægod, er farin að tapa máltilfinningunni, verð að komast heim...

Engin ummæli: