mánudagur, mars 17, 2003
Ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekki mikið um stjórnmál en einhvern veginn hef ég aldrei verið hlynnt því að Ísland gangi í ESB......EN NÚ Í DAG væri ég meira en til í að vera í því sambandi. Þannig er mál með vexti að við skötuhjúin vorum að koma aftur til Dene í dag.....vorum stoppuð í TOLLINUM því við vorum með ný golfsett og þar sem Ísland er ekki í ESB verður maður að borga skattinn af því sem maður kaupir á klakanum og er dýrara en c.a. 15þúsundkall....fávita reglur, búin að borga skatt af því heima....ANYWAYS....gæinn tapaði sér í því að leita í töskunum okkar, ætlaði að hirða af mér ss-pulsurnar mínar....þá fór nú að fjúka í mína.....hann rótaði í öllum töskunum og fann þar m.a. eina tax free kvittun sem ég hafði gleymt að útleysa....NEMA HVAÐ sú nóta var upp á 30þúsundkall!!! Sem þýðir að ég fékk ekki 5þúsundkallinn sem ég átti að fá til baka, heldur þurfti að borga 12000ískr í told og skat eins og fávitabóndadrjólarnir hér kalla það!!! Gæti grenjað....þvílíkir blóðpeningar....var brjáluð við gæjann sem var að mjólka okkur, var komin með þvílíkan attara og farin að svara honum fullum hálsi, sagði t.d. WHAT'S IT TO YA!!? þegar hann spurði mig hvort við byggjum ,saman, maður veit aldrei, það gæti kostað meira!! Slapp reyndar vel þegar ég hugsa um þetta svona eftirá, því hann virkilega trúði okkur að við vissum ekki rassgat um skattadraslið hérna í Danaveldi svo við sluppum við sekt sem maður þarf að borga ef maður er að reyna að svindla á þeim......vitið þið hvað sektin var.....fokking 40 þúsund!!!!...þannig að maður ætti kannski bara að þegja....?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli