JÆJA, þá er dagurinn runninn upp, maður er orðinn 25 ára!! Og samkvæmt dönunum hér er mínum UNGDÓMI LOKIÐ!! Fékk spes bréf frá bankanum í dag þar sem mér er vinsamlega sagt að ég megi ekki lengur eiga bankareikninginn minn sem heitir ungdomsreikningur og er fyrir 18-15ára fólk.....meiriháttar, fæ í staðinn KREDIT REIKNING.....vá hvað það er eitthvað fullorðið....gaman samt hjá þeim að bjóða mér til hamingju með daginn á þennan háttt.......SORRY ÞETTA ER BÚIÐ, ÞÚ ERT EKKI LENGUR UNG!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli