mánudagur, júní 16, 2003
enn einu sinni vekja Danir undrun mína....nú er sem sagt málið að hér er vorhreingerning, það virðist allavega vera þannig ástand hér á görðunum....þeir sem sagt taka til og losa sig við gamla bolla, skakka stóla, ónýtar hillur....m.ö.o. DRASL!! En í stað þess að henda þessu drasli bjóða þeir okkur hinum(okkur til ómældar/rar? ánægju) að nýta þessa góðu hluti áfram!!! Þeir hafa sem sagt kassa í þvottahúsinu sem á stendur "værs'go".....EINS OG manni detti í hug að taka þar úr ryðgaða uppþvottagrind eða ikea blómavasa með sprungu í til að fegra heimilið með!!! En auðvitað þykir það ekkert nema eðlilegt hér í baunalandi, í gær sá ég 2 menn gramsa heillengi í þessu helvítis skrani, já skran er rétta orðið....hvað er að þessu fólki? nískan eða á maður að kalla þetta nytjusemi?? er engu lík, þeir eru t.d. örugglega eina þjóðin í heimi sem notar sama tepokann nokkrum sinnum???! Fékk mér te áðan, og 2 báðu um að fá að nota pokann minn á eftir mér.......kræst, þeir eru ekki eðlilegir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli