þriðjudagur, september 20, 2005

vá hvað ég gæti ekki verið strangtrúuð múslimakella....var í svaka löngum mjaðmauppskurði í dag með svona græna hettu í marga tíma.....og það er nú ekkert miðað við það hvað þessar gellur þurfa að þola....þykktin á þeirra átfitti er svona 6föld....og ég myndi örugglega deyja ef ég væri í svona búning þar sem það sést bara í augun á manni....og þá líklega úr eigin andfýlu....ég verð sem sagt aldrei skurðlæknir, það er reyndar í mínum huga löngu ljóst en í dag varð ég enn meira viss.....að standa þarna í sterílum búningin, klæjandi á öllum mögulegum stöðum, með krika dauðans, að bugast undan röntgensvuntunni og gleraugun skökk á manni, vibbalega heitt með andfýlu sína beint í æð allan tímann....og ef maður var ekki andfúll i starten, þá skal ég lofa ykkur að maður verður það eftir nokkrar mínútur með grímuna....I could go on....vægast sagt...meget ubehageligt!! og þá er ég ekki búin að minnast á bakverkinn sem maður fær við það að standa á tréklossum í marga tíma, líkamlega áreynslu við uppskurðinn og blóðtappana sem myndast í löppunum á manni....nei, verð ekki kirug...allavega ekki mjaðmakirug...

Engin ummæli: